Go to navigation

Fundir Íslandsdeildar

14/05/2013

Íslandsdeild NVF hélt í síðustu viku stjórnarfund og í þessari viku hittust formenn og ritarar íslensku nefndanna ásamt nýrri stjórn Íslandsdeildarinnar og fóru yfir stöðu mála.

Ný stjórn Íslandsdeildarinnar tók við nýlega en sjá má stjórnarmeðlimina með því að smella á flipann hér við hliðina Íslenska landsstjórn NVF. Helsta breytingin er nú sú að Þorsteinn R. Hermannsson er nú varaformaður en Ólafur Bjarnason sem var áður varaformaður situr áfram sem meðstjórnandi.


Formenn og ritarar allra nefndanna hittust síðan 13. maí og fóru yfir stöðu mála, starfið sem hefur átt sér stað og starfið framundan. Nokkuð mikill áhugi er fyrir starfinu hér á Íslandi, aukinn áhugi frá ráðgjafastofum til að mynda. Sjá fundargerð.

Tillbaka